Leita í fréttum mbl.is

Hvaða áhrif hefur ESB-aðild á náttúruvernd?

Jón  Gunnar Ottósson fjallar um Evrópusambandið og náttúruvernd á opnum fundi Græna netsins laugardaginn 6. júní á Glætunni. Aðalfundur fyrr um morguninn.

Að loknum aðalfundi Græna netsins laugardaginn 6. júní verður Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, framsögumaður um Evrópusambandið og náttúrvernd. Sjónum verður beint að því hvaða breytingum ESB-aðild ylli í náttúruverndarmálum, og öðrum umhverfismálum. Í EES-samningnum voru ESB-reglur um náttúruvernd undanskildar, og telja margir að Íslendingar væru komnir mun lengra í þeim efnum ef þeim hefði verið fylgt hérlendis. Fundurinn um ESB og náttúruvernd hefst á Glætunni, Laugavegi 19, uppúr kl. 11 á laugardagsmorgun.

Aðalfundur Græna netsins verður haldinn á sama stað og hefst kl. 10.30. Á dagskrá hans eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, reikningar, stjórnarkjör, lagabreytingar o.s.frv. skv. 5. grein félagslaga. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega – en reynt verður að hafa fundarstörf afar markviss vegna fundarins í kjölfarið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 541

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband