Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Umhverfið og kreppan – fórnir eða lausnir?

Umhverfisráðherra einn málshefjenda á opnum spjallfundi um kreppuna og umhverfismálin á laugardaginn 
 
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi eru málshefjendur á spjallfundi Græna netsins um umhverfismál á krepputímum á laugardaginn kemur, 11. október. Fundurinn er haldinn á Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23 í Reykjavík, og hefst kl. 11 árdegis. Í yfirlýsingum ráðamanna og álitsgjafa þessa kreppudaga hefur nokkuð borið á því að nú verði að hætta þessari umhverfisvitleysu. Umhverfismál eru lúxus sem við getum ekki leyft okkur, sagði forystumaður atvinnurekenda, og kunnur viðskiptablaðamaður lagði til að lög um umhverfismat yrðu afnumin til að auðvelda framkvæmdir og nýjan vöxt.  

Umhverfismál í kreppu? – er umræðuefnið á spjallfundi Græna netsins. Verður tillit til umhverfisins að víkja meðan við vinnum okkur út úr vandanum, með rússneskum olíuhreinsistöðvum og allskyns álverum? Eða á kannski þvert á móti að byrja upp á nýtt með öðruvísi hagkerfi og önnur lífsgildi? Málshefjendur eru Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi en fundarstjóri er Mörður Árnason íslenskufræðingur og varaþingmaður.

Allir velkomnir einsog venjulega – mætið á fróðlegan fund um málefni dagsins og takið með ykkur gesti.  Stjórnin


--
Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
graenanetid@gmail.com


Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband