2.3.2010 | 13:38
Borgarskipulag eða smákóngaveldi?
Græna netið athugar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu með Hjálmari Sveinssyni. Stjórnar fólkið skipulaginu?
Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður og frambjóðandi er gestur Græna netsins á fundi um borgarskipulag á laugardaginn, 6. mars, á Glætunni, Laugavegi 19. Fundurinn hefst klukkan 11 fyrir hádegi.
Hjálmar hefur getið sér gott orð fyrir ferskar hugmyndir og fróðlega umfjöllun um skipulags- og umhverfismál í Reykjavík og nágrenni. Hann er nú í fjórða sæti á S-listanum í Reykjavík og í aðdraganda prófkjörsins um daginn gagnrýndi hann meðal annars smákóngaveldi á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði komið í veg fyrir skynsamlegar skipulagsákvarðanir í þágu íbúanna.
Búast má við líflegum umræðum um skipulag í borginni og skipulag í skipulagsmálum á fundi Græna netsins með Hjálmari.
Allir velkomnir á Glætuna, laugardag frá kl. 11.
Stjórn Græna netsins
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Athugasemdir
Vill Hjálmar Sveinsson byggja framtíðina vestur í bæ. Er hann 101sinni eða sér hann heildarhagsmuni borgarinnar!!!
Nýr Landspítali við Hringbraut kostar um 20.000 auka lítra, miðað við að byggja hann í miðri borg. Samgöngumiðstöð er álíka fáránlegt dæmi, þar sem farþegum er ekið vestur í bæ og sömu leið til baka.
Talið er að sameinað sjúkrahús við Hringbraut dragi til sín 40 - 60 þúsund ferðir á dag.
Nú búa yfir 60% austan og sunnan við gatnamótin Miklubrautar og Sæbrautar, en aðeins 20% búa vestan við Landspítala á Hringbraut eða í nágreni. Fyrir restina yrði vegalengdin svipuð.
Ef að nýtt sjúkrahús rís á Höfðanum en ekki við Hringbraut styttast vegalengdir 60% íbúa en lengjast hjá 20% sem þíðir 40% minni akstur. Frá Höfða að Hringbraut eru 5km sem gera 10km á ferð.
40% af 50 þúsund ferðum eru 20 þúsund ferðir eða 200.000 km minni keyrsla á dag.
Ef meðaleyðsla er 10lítrar á hundrað í borgartraffík gerir það 1lítir á 10 km sem eru þá 20.000 lítrar á dag sem staðsetningin við Hringbraut kostar. Einhverjir koma í strætó sem lagar þetta dæmi eitthvað.
Ef samgöngumiðstöð fer á höfðann verður dæmið enn betra.
Með samgöngumiðstöð á Höfðanum mun hverfið vasa ört sem helsti vinnustaður í höfuðborginni og tölur um eldsneytissparnað verða fljótar að ná þeim kostnaði sem talað er um að Vatnsmýrin kosti.
Með þungamiðju vinnu og skóla í miðri borg verða íbúðarhverfin ekki lengur úthverfi og öll borgin mun vistvænni.
Bara færsla Landspítala sparar um 20.000 lítra á dag.
Aðalskipulag Reykjavíkur er svo galið að vegalengdir munu aukast um 15% á íbúa á næstu 20 árum og umferð um 60%.
Hér er röð mynda sem sýna mögulega þróun byggðar sem sparar eldsneyti og styttir ferðatíma meira en nokkur önnur hugmynd.
Sturla Snorrason, 3.3.2010 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.