10.2.2008 | 17:20
Náttúruvernd í þéttbýli – vettvangsferð í Mosfellsbæ
Laugardaginn 16. febrúar verður farið undir merkjum Græna netsins á Varmársvæðið í Mosfellsbæ. Safnast saman kl. 11 frá endastöð strætó við Reykjaveg. Gengið um hverasvæðið í Reykjahverfi og upp í hlíðar Reykjafells ef veður leyfir undir leiðsögn Magnúsar Guðmundssonar sagnfræðings. Eftir gönguna þiggur hópurinn hressingu í bústað Hönnu Bjartmars bæjarfulltrúa á bökkum Varmár. Þar verður skipulagsspjall Jónasar Sigurðssonar oddvita Samfylkingarinnar í bænum og þeir Sigurður Ásbjörnsson og Magnús Guðmundsson skýra út jarðfræðina. Gengið niður að dælustöð Orkuveitunnar og gegnum Reykjalundarskóg að gljúfri Skammadalslækjar og síðan í Álafosskvos þar sem Palli hnífasmiður býður fiskisúpu og Katrín lögmaður Theódórsdóttir talar um Varmárdeiluna. Heimsókninni lýkur um 15.30 hjá Hildi Margrétardóttur myndlistarmanni sem sýnir okkur glefsur úr kvikmynd um lífið á Álafossi fyrr á tímum.
Til að tryggja að allir fái örugglega sinn skammt af indælli fiskisúpu Palla hnífasmiðs biðjum við göngugarpa að skrá þátttöku hjá graenanetid@gmail.com
Þetta verður mögnuð vettvangsferð takið daginn frá og látið fiskisöguna fljúga. Reykvíkingar eru hvattir til að fara til Mosó á vistvænan hátt, með leið 15, sem fer frá Meistaravöllum kl. 10.04.
Hanna Bjartmars býr í Reykjaseli við Engjaveg Skammadalsmegin við Varmá á móts við Reykjabyggð. Bílastæði eru í grennd við endastöðina.
Stjórnin
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2008 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 11:43
Auður miðbæjarins - fundur um borgarskipulag
- Græna netið fundar um skipulag, gömul hús og fagurt mannlíf í miðbæ Reykjavíkur
Þeir Jóhannes Kjarval arkitekt hjá Borgarskipulagi og Stefán Benediktsson fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar eru málshefjendur á spjallfundi Græna netsins nk. laugardagsmorgun um Auð miðbæjarins skipulag í miðbæ Reykjavíkur, gömul hús og ný, mannlíf, verslun, umferð og íbúabyggð.
Fundurinn er haldinn á Sólon í Bankastrætinu og hefst kl. 11 árdegis.
Mætið vel á áhugaverðan fund þar sem fagmenn fjalla um miðbæjarmálin og kveikja umræður um merkileg efni sem eru ofarlega á baugi þessar vikur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2008 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 02:02
Ný samtök umhverfis- og náttúruverndarfólks
Nokkrir áhugamenn innan Samfylkingarinnar stofnuðu 13. október sl. nýtt félag umhverfis- og náttúruverndarfólks. Vinnuheiti félagsins er Græna netið félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina.
Stofnfundur var haldinn á Kaffi Hljómalind og var Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, sem í sumar beitti sér gegn fyrirhuguðum miðlunarvirkjunum í neðrihluta Þjórsár, sérstakur gestur fundarins.
Nýja félaginu er ætlað að vera vettvangur umræðna, upplýsinga og stefnumótunar í þessum efnum, tengja saman jafnaðarmenn, flokksbundna sem óflokksbundna, sem hafa áhuga og þekkingu á umhverfismálum og náttúruvernd, og veita forystumönnum flokksins í þeim málaflokkum samráð, hvatningu og aðhald. Félagið hefur ekki beina aðild að Samfylkingunni en starfar í námunda við flokkinn svipað og t.d. félagsskapur jafnaðarmanna í atvinnurekstri.
Í stjórn Græna netsins voru kosin þau Dofri Hermannsson, Helga Rakel Guðrúnardóttir, Katrín Theodórsdóttir, Mörður Árnason og Sigurður Ásbjörnsson. Varamenn eru þær Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigrún Pálsdóttir sem jafnframt mun hafa umsjón með bloggi félagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008