11.3.2009 | 14:16
Grænir frambjóðendur í Reykjavík og Kraganum
Græna netið hélt fund með frambjóðendum í Reykjavík og Kraganum um síðustu helgi og lagði fyrir þá spurningar um umhverfismál. Hér að ofan má sjá niðurstöðu fundarins.
6.3.2009 | 11:18
Fundur um umhverfismál með frambjóðendum Samfylkingarinnar
Græna netið býður frambjóðendum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi til fundar í Hvammi á Grand Hotel laugardaginn 7. mars kl. 11.
Tilefni fundarins er að gefa frambjóðendum færi á að kynna áherslur sínar í umhverfismálum og kjósendum kost á að spyrja.
Nú fyrir kosningar hefur fólk úr Framtíðarlandinu og Íslandshreyfingin gengið til liðs við Samfylkinguna og finnst Græna netinu mikilvægt að taka þessu fólki fagnandi og bjóða því til fundar til að kynnast okkar frambjóðendum.
Dagskrá fundar hefst á litlum leik sem er þannig að fyrir fundinn fá allir frambjóðendur sendan lista með 10 já/nei spurningum. Á fundinum verður svörum frambjóðenda varpað upp á tjald og kemur þá í ljós hvort viðkomandi frambjóðandi er grænn frambjóðandi eða grár. Í kjölfarið fá frambjóðendur síðan tækifæri til að skýra þau sjónarmið sem fram koma í svörunum og svara fyrirspurnum gesta.
Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar mun síðan ávarpa fundinn.
Við búumst við snörpum og fjörugum umræðum enda verður fundarstjórn í höndum Hjálmars Sveinssonar, útvarpsmanns.
Nánari upplýsinga veita Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376 og Katrín Theódórsdóttir í síma 692 0310. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til graenanetid@gmail.com
Dagskrá fundar um umhverfismál með frambjóðendum
11.00 Katrín Theódórsdóttir ritari í stjórn Græna netsins setur fundinn
11.05 Farið yfir svör frambjóðenda við 10 já/nei spurningum um afstöðu til umhverfismála
11.20 Frambjóðendur skýra sjónarmið sín og svara spurningum gesta í sal
11.50 Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar ávarpar fundinn
12.00 Fundarslit
Fundarstjóri er Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður
--
Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
graenanetid@gmail.com
www.graenanetid.blog.is
Facebook.com
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 11:55
Hvalurinn og Nýja Ísland – veiðar, skoðun, orðspor
Einar K. Guðfinnsson einn málshefjenda á spjallfundi Græna netsins um hvalveiðar, hvalaskoðun og orðspor Íslands á nýjum tímum. Fjörugar umræður á Sólon á laugardag frá kl. 11.
Græna netið heldur spjallfund um hvalastofna og nýtingu þeirra á laugardaginn, 14. febrúar, á kaffihúsinu Sólon við Bankastræti, efri hæð. Málshefjendur eru Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður, formaður Græna netsins, og Rannveig Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. Fundarstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Fundurinn hefst kl. 11 árdegis og stendur í rúman klukkutíma.
Ákvörðun Einars á síðustu dögum sínum í sjávarútvegsráðuneytinu hefur vakið athygli og uppskorið bæði fögnuð og hvassa gagnrýni. Á fundinum skýrir Einar ákvörðun sína en Mörður mælir fyrir munn efasemdarmanna um hvalveiðar frá Íslandi viðnúverandi aðstæður. Rannveig Sigurðardóttir segir frá starfsemi og viðgangi Eldingar og annarra hvalaskoðunarfyrirtækja um landið og lýsir því hvaða áhrif ákvörðun Einars kynni að hafa fyrir þennan atvinnuveg. Eftir stuttar framsögur verða fyrirspurnir og umræður.
Allir velkomnir á fund Græna netsins á Sólon takið með ykkur gesti.
Umhverfismál | Breytt 12.2.2009 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 11:06
Obama og umhverfið hjá Græna netinu
Nýr forseti á leið í Hvíta húsið með fangið fullt af fyrirheitum í umhverfis-, orku- og efnahagsmálum og hefur sett úrvalsfólk til verka. Hver er stefnan? Hvað verður úr? Hvaða áhrif hafa breytingarnar vestra á heimsbyggðina og Ísland? Árni Finnsson og Karl Blöndal málshefjendur á fundi Græna netsins um Obama og umhverfið á Glætunni á laugardaginn frá kl. 11.
Græna netið heldur fund um Barack Obama og umhverfismálin laugardaginn 10. janúar á kaffihúsinu Glætunni, Laugavegi 19 (gegnt Máli og menningu). Málshefjendur eru Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fundurinn hefst kl. 11 árdegis.
Kjörinn Bandaríkjaforseti vakti mikla athygli í kosningabaráttunni fyrir einarða afstöðu í umhverfismálum, sama hvort borið er niður í baráttu gegn loftslagsvá, í orkumálum eða almennri náttúruvernd. Fréttir af mannaskipan og öðrum undirbúningi valdatökunnar benda til þess að Obama hafi fullan hug á að standa við fyrirheit sín í þessum efnum. Þar verður þó við ramman reip að draga stórfyrirtæki, íhald og ýmis hagsmunaöfl innan þings og utan.
Á fundinum á laugardag tala tveir kunnáttumenn um umhverfismál og bandarísk stjórnmál um stefnumið Obama og líkur á því að hann komi þeim í framkvæmd. Einnig má vænta umræðna um áhrif breyttrar stefnu vestra á íslensk stjórnmál þar sem umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins hefur ekki síst mótast af nánum kynnum við kenningasmiði repúblikana í Bandaríkjunum.
Allir velkomnir á fund GN í Glætunni.
Stjórnin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 21:24
Hvað getum við lært af Finnum?
Græna netið efnir til spjallfundar um hvað Íslendingar geti lært af Finnum á Glætunni, Laugavegi 19, kl. 11.00 nk. laugardag, 8. nóvember. Málshefjandi á fundinum er Jón Baldvin Hannibalsson, áður utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Finnlandi. Á fundinum fjallar Jón Baldvin um ástæður þess að Finnar lentu í svo alvarlegum efnahagsþrengingum og lýsir því hvað þeir gerðu til að vinna sig út úr þeim. Ennfremur veltir hann fyrir sér hvaða lærdóm megi draga af reynslu Finna, - hvaða mistök þeir gerðu og hvað þeir gerðu vel.
"Finnska leiðin" svokallaða hefur verið til umræðu á pólitískum fundum og í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Sitt sýnist hverjum en ljóst er að Íslendingar geta dregið lærdóm af reynslu Finna. Fróðlegt verður að heyra hvaða Jón hefur um málið að segja. Stjórn Græna netsins hvetur áhugasama til að mæta og taka þátt í líflegum umræðum um málefni dagsins.
Allir velkomnir!
Stjórn Græna netsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2008 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008