24.11.2009 | 12:11
Hvað eftir Kyoto?
Árni Finnsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir ræða um loftslagsvána, Kaupmannahafnarráðstefnuna í desember og aðgerðir á Íslandi á opnum fundi Græna netsins og SffR á miðvikudagskvöld
Þau Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra eru málshefjendur á sameiginlegum fundi Græna netsins og Samfylkingarfélagsins um loftslagsmálin á miðvikudagskvöldið, 25. nóvember. Fundarstjóri er Mörður Árnason, formaður Græna netsins. Fundurinn verður haldinn í húsum SffR á Hallveigarstíg 1, 2. hæð, hefst kl. 20.30 og lýkur um kl. 22.
Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn hefst eftir rúmar þrjár vikur. Hún er sú síðasta undir merkjum Kyoto-samkomulagsins sem nær til ársloka 2012, og nú á að ná nýju samkomulagi um næsta tímabil. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar um raunverulegan árangur því horfur í loftslagsmálum versna sífellt, og margir fremstu fræðimenn og umhverfisstjórnmálamenn telja að það ráðist á næsta áratug hvort okkur sem nú lifum tekst að stemma stigu við ógninni.
Íslendingar hafa einnig hlutverki að gegna, sem þjóð meðal þjóða við sameiginlegar ákvarðanir, og einnig við að sinna skuldbindingum okkar og takast á hendur auknar skyldur sem hérlendis falla saman við uppbygginguna eftir hrunið.
Um þessi mál ræða þau Árni og Þórunn á miðvikudagskvöld, en bæði ætla þau til Hafnar í næsta mánuði að fylgjast með ráðstefnunni.
Fróðlegur og skemmtilegur fundur í vændum, allir velkomnir á Hallveigarstíginn miðvikudag frá 20.30.
Stjórn Græna netsins
11.11.2009 | 13:31
Nýtur náttúran vafans? - fundur með ráðherra fellur niður
Vegna veikinda verður því miður að fresta fundi Græna netsins og SffR með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem vera átti í kvöld. Fundurinn verður haldinn síðar, líklega skömmu eftir áramót.
Eftir hálfan mánuð, miðvikudagskvöldið 25. nóvember, ætla félögin tvö að halda annan fund um umhverfismál um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn sem hefst í byrjun desember.
Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Netfang: graenanetid@gmail.com
7.11.2009 | 17:02
Nýtur náttúran vafans? - samtal við umhverfisráðherra
Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Græna netið boða til umræðufundar með Svandísi Svavarsdóttur,umhverfisráðherra, næstkomandi miðvikudagskvöld 11. nóvember. Fundurinn verðurhaldinn að Hallveigarstíg 1, húsið opnar kl. 20 og hefst samtalið kl. 20.30.
Mörður Árnasonræðir við ráðherra og spyr spurninga um áherslur ríkisstjórnarinnar íumhverfismálum. Meðal umræðuefna verður umhverfismat, verndun og nýtingauðlinda, virkjanir og loftslagsmál. Ráðherra svarar svo fyrirspurnumfundarmanna að viðtalinu loknu.
Kaffi og kleinurog allir velkomnir!
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 22:16
Hvar er orkan fyrir Helguvík?
Græna netið leitar að raforku fyrir 360 þúsund tonna álver á Suðurnesjum fundur á Sólon laugardag kl. 11. Þeir Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi og Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli eru málshefjendur á fundi Græna netsins um orkumál, þar sem leitað verður svara við áleitnum spurningum um orku fyrir áformuð álver á Suðvesturhorninu og fyrir norðan.
Fundurinn er haldinn á Sólon við Bankastræti í Reykjavík og hefst kl. 11 árdegis. Fundarstjóri verður Sigrún Pálsdóttir.
Fullgert á álver Norðuráls við Helguvík að geta framleitt 360 þúsund tonn áls á ári, heldur meira en ver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Til þessa þarf 630 megavött (Kárahnjúkavirkjun: 690 MW), og er ýmsum spurningum ósvarað um þá orkuöflun. Þeir Sigmundur og Dofri eru meðal þeirra sem hafa efast um orkuöflun til framkvæmdanna en Norðurál á hinn bóginn birt á heimasíðu sinni yfirlit um ýmsa orkukosti sem til greina komi. Svipaðar spurningar eru uppi um áformaðar álversframkvæmdir við Húsavík. Áformað Helguvíkurálver er daglega í fréttum vegna þessara orkumála, suðvesturlínu og úrskurðar umhverfisráðherra, stöðugleikasamningsins, fjáröflunarvanda og atvinnustefnu.
Má því búast við fjörugum fundi á Sólon. Því er við að bæta að Mörður Árnason, formaður Græna netsins, hefur á bloggsíðu sinni boðið Björgvini G. Sigurðssyni alþingismanni sérstaklega á fundinn vegna stuðningsyfirlýsingar Björgvins við tillögu stjórnarandstæðinga á þingi gegn úrskurði umhverfisráðherra.
Allir velkomnir á Sólon, laugardag frá kl. 11.Stjórn Græna netsins
Umhverfismál | Breytt 10.11.2009 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 13:33
Vettvangsferð í Grunnafjörð
- fuglafriðland og vegahugmyndir
Á laugardaginn, 3. október, efna Græna netið, Fuglavernd og Landvernd til vettvangsferðar í Grunnafjörð að skoða friðland fugla og hugsanlegar vegaframkvæmdir. Ferðin hefst kl. 10 og komið aftur í bæinn síðdegis. Leiðsögumaður er Einar Þorleifsson hjá Fuglavernd en Mörður Árnason gerir grein fyrir framkvæmdahugmyndum og áhrifum þeirra á fuglalíf og náttúrufar.
Kannaðar verða fuglaslóðir í Grunnafirði/Leirárvogi og Blautósi vestan Akrafjalls. Um er að ræða einstakt fuglasvæði þar sem þúsundir farfugla hafa viðkomu um þetta leyti árs. Vænta má mikils fjölda margæsa. Stærsti tjaldahópur landsins heldur þarna til, og að auki geta ferðalangar búist við að sjá stóra hópa af lóum og ýmsar tegundir vaðfugla. Ernir og fálkar eru þarna tíðir gestir og nær dagleg sjón.
Grunnafjörður er friðaður og skilgreindur sem Ramsarsvæði og nýtur því alþjóðlegar verndar. Blautós er einnig friðaður.Undanfarin ár hafa verið uppi hugmyndir um vegagerð á svæðinu með brú yfir ós Grunnafjarðar. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, féllst ekki á slíkar ráðagerðir í skipulagi sveitarfélaganna við svæðið í ágúst 2007 og varð því ekki úr framkvæmdum en fyrir nokkru kynnti Vegagerðin síðan nýjar tillögur um að leggja hringveginn yfir Grunnafjarðarós. Í ferðinni verður gerð grein fyrir þessum hugmyndum og áhrifum hugsanlegra framkvæmda á fuglalíf og náttúrufar á svæðinu.
Farið verður frá BSÍ á laugardaginn, 3. október kl. 10.00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur aftur milli 16 og 17. Þátttökugjald er 1800 krónur, skráning í netfanginu sigrun.pals@simnet.is og í síma 866 9376 (Sigrún) fram á föstudag.
Mælum með að ferðalangar taki með kíki og fuglabók ef til er, og nesti til ferðarinnar. Stutt stopp verður gert á Akranesi ef óskað er.
Komið með í áhugaverða og skemmtilega haustferð út í náttúruna!
Umhverfismál | Breytt 30.9.2009 kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008