15.10.2012 | 11:42
Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
Innan fárra daga gefst landsmönnum sögulegt tækifæri til að greiða atkvæði um sex veigamikil atriði í nýrri stjórnarskrá. Nokkur umræða hefur skapast um það fyrirkomulag stjórnlagaráðs að koma ákvæðum um mannréttindi, náttúruvernd og náttúruauðlindir fyrir í einum og sama kaflanum. Til að skoða málið nánar hefur Græna netið fengið Láru Magnúsardóttur sagnfræðing til að fjalla um þær efasemdir sem hún hefur um þessa tengingu og Illuga Jökulsson fulltrúa í stjórnlagaráði til segja frá því hvað vakti fyrir ráðinu með þessari tilhögun.
Um fundarstjórn sér Mörður Árnason en hann á sæti í umhverfisnefnd Alþingis.
Fjölmennum á Sólon þriðjudaginn 16. október kl. 12.00-13.15.
ALLIR VELKOMNIR!
Minnum á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 20. október nk.
VINSAMLEGAST ÁFRAMSENDIÐ Á ÁHUGASAMA!
Áhugaverðir tenglar: Tillögur stjórnlagaráðs í kaflanum Mannréttindi og náttúra
33. grein Náttúra Íslands og umhverfi http://www.stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35319/
34. grein Náttúruauðlindir http://www.stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35320/
Náttúran í eigin rétti eftir Láru Magnúsardóttur http://stofnanir.hi.is/skagastrond/natturan_i_eigin_retti_stjornarskra_mannamali
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Skoðunarferð Græna netsins 8.-10. júní 2012
Ferðaáætlun 8.-10. júní
Brottför frá BSÍ föstudaginn 8. júní kl. 13.00 Komið tilbaka sunnudaginn 10. júní kl. 22.00
1. dagur - föstudagur
Ekið sem leið liggur frá Reykjavík í Mývatnssveit. Hópurinn teygir úr sér og gæðir sér á heimatilbúnu nesti við Vatnsdalshóla og innan um arktískar plöntur í Lystigarði Akureyrar. Á leiðinni er gluggað í gögn sem segja til um áhrif virkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns og Laxár frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, lýðheilsufræðingum og jarðvísindamönnum. Komið i hús við Mývatn um kl. 20.00.
2. dagur - laugardagur
Hópurinn hittir Árna Einarsson, líffræðing og forstöðumann Náttúrurannsóknar-stöðvarinnar við Mývatn og gengur með honum um virkjunarsvæðið í Bjarnarflagi. Einnig að Grjótagjá og Helguvogi í Mývatni. Síðdegis liggur leið að virkjunarsvæðinu við Kröflu, Víti skoðað og gengið á Leirhnjúk. Komið í hús um kl. 18. Ef skyggni er gott er upplagt að ganga á Hverfjall um kvöldið.
3. dagur - sunnudagur
Á lokadegi beinum við sjónum að fuglalífi við Mývatn og Laxá. Hjördís Finnbogadóttir, kennari og fyrrum fréttamaður á RÚV, leiðir hópinn um svæðið í grennd við heimaslóðir sínar að Nónbjargi suðvestanmegin Mývatns. Á göngunni standa vonir til að við rekumst á flórgoða, himbrima, lóm, húsönd, straumönd og fleiri sjaldgæfar fuglategundir. Göngugörpum býðst að ganga á Vindbelgjarfjall. Um kl. 14.00 er lagt af stað tilbaka til Reykjavíkur og væntum við heimkomu eigi síðar en kl. 22.00.
Hagnýtar upplýsingar:
Ferðalangar nesta sig sjálfir. Við búum í húsi með eldunaraðstöðu en einnig eru góðir veitingastaðir við Mývatn og gerum við ráð fyrir að nýta okkur það. Við biðjum fólk að koma með góðan hlífðarfatnað og velsmurða gönguskó (gætu blotnað í fuglaskoðun) og skóbursta (hveraleir). Mikilvægt er að taka með vettlinga og tvenna sokka, auk svefnpoka og nestis og nestispoka. Það eykur gildi ferðarinnar að hafa sjónauka meðferðis.
Fargjald hefur lækkað þar sem farið verður á bílum og er það kr. 20 þúsund sem greiðast inn á reikning Græna netsins: Kt. 411107-1240 - 303-26-41110 Nánari upplýsingar um ferðina veitir Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376
Myndina á Ómar Ragnarsson.
21.5.2012 | 22:08
Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
Græna netið mun í sumar halda uppteknum hætti og skipuleggja ferðir um dýrmæt náttúrusvæði þar sem verið er að íhuga orkunýtingu. Fyrsta vettvangsferðin verður farin um jarðhitasvæðin í Bjarnarflagi og við Kröflu í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 8.-10. júní 2012. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um möguleg mengunaráhrif gufu frá jarðvarmavirkjunum á vatnabúskap í Mývatni og Laxá. Farið verður um jarðhitasvæðin í fylgd sérfróðra og fuglalíf, -sem á þessum tíma er í hvað mestum blóma, - skoðað með Hjördísi Finnbogadóttur fyrrverandi fréttamanni á RÚV og ábúanda á Nónbjargi við Mývatn. Hópurinn heimsækir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn . Gert er ráð fyrir góðum göngum báða dagana svo sem á Hverfjall, um Bjarnarflag að Grjótagjá, einnig að Víti og upp á Leirhnjúk. Gengið verður eftir bökkum Laxár og upp á Vindbelgjarfjall.
Fargjald er kr. 31 500. Innifalin er svefnpokagisting með morgunmat að Eldá og ferðalag í rútu til og frá Reykjavík og innan svæðisins.
Skráning í ferðina fer fram í gegnum tölvupóst til - sigrun.pals@simnet.is eða - Dofra í síma 822 4504.
Vinsamlegast greiðið fargjald eigi síðar en 1. júní inn á reikning Græna netsins, kt. 411107-1240 - 303-26-41110 . Munið að fyrstur kemur fyrstur fær.
12.1.2012 | 13:14
Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- fundur Græna netsins á laugardaginn kemur kl. 17 í Golfskála Seltjarnarness.
Snævarr Guðmundsson landfræðingur og leiðsögumaður er gestur Græna netsins á fundi í Golfskálanum á Seltjarnarnesi um myrkurgæði og ljósmengun. Snævarr hefur kannað ljós og myrkur að næturlagi á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og komist að því meðal annars að ljósmengun í einstökum sveitarfélögum er mest í Kópavogi, sem er þeirra upplýstast en myrkrið er hinsvegar mest á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Á svæðinu öllu er næturbirta, og þar með hulinn næturhiminn frá fjórum til sjö sinnum meiri en á Þórshöfn, þar sem enn er stjörnubjart þegar vel viðrar að nóttu.
Líklega er höfuðborgin með grannbæjum eitt af upplýstustu byggðarsvæðum jarðar miðað við höfðatölu, og ekkert undarlegt við að Íslendingar vilji hafa ljós í skammdeginu. Ljósmengun fylgja hinsvegar ýmsir ókostir, þeirra mestur sá að næturhiminn hverfur og stjörnur sjást ekki fyrren talsvert utan við miðbæina. Kynslóðir borgarbarna alast því upp án þess að njóta stjarnanna og fyrir ferðamenn dregur úr aðdráttarafli Reykjavíkur sem ævintýraborgar myrkurs og norðurljósa.
Margt má hinsvegar gera til að draga úr mengun af ljósum án þess að valda óþægindum fyrir umferð, atvinnulíf og sálarástand íbúanna, og er reynt víða erlendis. Hér heima standa Borgnesingar fremstir í flokki við að vinna gegn ofnotkun ljósa í byggð. Fundur Græna netsins um verðmæti myrkursins hefst kl. 17, eftir sólsetur, í Golfskálanum á Seltjarnarnesi. Eftir fyrirlestur Snævars verður gengið út undir bert loft að líta á himinhnetti og borgarljós einsog veður leyfir.
Sjá staðsetningu
http://ja.is/kort/#x=355532&y=408817&z=7&q=Golfv%C3%B6llur%20Seltjarnarness
Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/334373313254131
ALLIR VELKOMNIR á myrkurfund Græna netsins í Golfskála Ness.
Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
graenanetid@gmail.com
www.graenanetid.blog.is
Græna netið á Facebook
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2011 | 16:59
Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Aðalfundur Græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, verður haldinn fimmtudaginn 7. júlí nk. klukkan 17.00 á Glætunni, bókakaffi, Laugavegi 19, 101 Reykjavík. Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Fyrirspurnir sendist til graenanetid@gmail.com
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008