Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - ferðaáætlun

- Skoðunarferð Græna netsins 8.-10. júní 2012

Ferðaáætlun 8.-10. júní

Bjarnarflag Ómar Ragnarsson

Brottför frá BSÍ föstudaginn 8. júní kl. 13.00 Komið tilbaka sunnudaginn 10. júní kl. 22.00

1. dagur - föstudagur

Ekið sem leið liggur frá Reykjavík í Mývatnssveit. Hópurinn teygir úr sér og gæðir sér á heimatilbúnu nesti við Vatnsdalshóla og innan um arktískar plöntur í Lystigarði Akureyrar. Á leiðinni er gluggað í gögn sem segja til um áhrif virkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns og Laxár frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, lýðheilsufræðingum og jarðvísindamönnum. Komið i hús við Mývatn um kl. 20.00.

2. dagur - laugardagur

Hópurinn hittir Árna Einarsson, líffræðing og forstöðumann Náttúrurannsóknar-stöðvarinnar við Mývatn og gengur með honum um virkjunarsvæðið í Bjarnarflagi. Einnig að Grjótagjá og Helguvogi í Mývatni. Síðdegis liggur leið að virkjunarsvæðinu við Kröflu, Víti skoðað og gengið á Leirhnjúk. Komið í hús um kl. 18. Ef skyggni er gott er upplagt að ganga á Hverfjall um kvöldið.

3. dagur - sunnudagur

Á lokadegi beinum við sjónum að fuglalífi við Mývatn og Laxá. Hjördís Finnbogadóttir, kennari og fyrrum fréttamaður á RÚV, leiðir hópinn um svæðið í grennd við heimaslóðir sínar að Nónbjargi suðvestanmegin Mývatns. Á göngunni standa vonir til að við rekumst á flórgoða, himbrima, lóm, húsönd, straumönd og fleiri sjaldgæfar fuglategundir. Göngugörpum býðst að ganga á Vindbelgjarfjall. Um kl. 14.00 er lagt af stað tilbaka til Reykjavíkur og væntum við heimkomu eigi síðar en kl. 22.00.

Hagnýtar upplýsingar:

Ferðalangar nesta sig sjálfir. Við búum í húsi með eldunaraðstöðu en einnig eru góðir veitingastaðir við Mývatn og gerum við ráð fyrir að nýta okkur það. Við biðjum fólk að koma með góðan hlífðarfatnað og velsmurða gönguskó (gætu blotnað í fuglaskoðun) og skóbursta (hveraleir). Mikilvægt er að taka með vettlinga og tvenna sokka, auk svefnpoka og nestis og nestispoka. Það eykur gildi ferðarinnar að hafa sjónauka meðferðis.

Fargjald hefur lækkað þar sem farið verður á bílum og er það kr. 20 þúsund sem greiðast inn á reikning Græna netsins: Kt. 411107-1240 - 303-26-41110 Nánari upplýsingar um ferðina veitir Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376

Myndina á Ómar Ragnarsson. 


Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband