Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
21.5.2012 | 22:08
Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
Græna netið mun í sumar halda uppteknum hætti og skipuleggja ferðir um dýrmæt náttúrusvæði þar sem verið er að íhuga orkunýtingu. Fyrsta vettvangsferðin verður farin um jarðhitasvæðin í Bjarnarflagi og við Kröflu í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 8.-10. júní 2012. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um möguleg mengunaráhrif gufu frá jarðvarmavirkjunum á vatnabúskap í Mývatni og Laxá. Farið verður um jarðhitasvæðin í fylgd sérfróðra og fuglalíf, -sem á þessum tíma er í hvað mestum blóma, - skoðað með Hjördísi Finnbogadóttur fyrrverandi fréttamanni á RÚV og ábúanda á Nónbjargi við Mývatn. Hópurinn heimsækir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn . Gert er ráð fyrir góðum göngum báða dagana svo sem á Hverfjall, um Bjarnarflag að Grjótagjá, einnig að Víti og upp á Leirhnjúk. Gengið verður eftir bökkum Laxár og upp á Vindbelgjarfjall.
Fargjald er kr. 31 500. Innifalin er svefnpokagisting með morgunmat að Eldá og ferðalag í rútu til og frá Reykjavík og innan svæðisins.
Skráning í ferðina fer fram í gegnum tölvupóst til - sigrun.pals@simnet.is eða - Dofra í síma 822 4504.
Vinsamlegast greiðið fargjald eigi síðar en 1. júní inn á reikning Græna netsins, kt. 411107-1240 - 303-26-41110 . Munið að fyrstur kemur fyrstur fær.
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008