Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
12.6.2009 | 10:23
Evrópumál eitt helsta verkefni á starfsárinu
Evrópusambandsaðild styrkir náttúruvernd á Íslandi, sagði Jón Gunnar Ottósson forstjori Náttúrufræðistofnunar í fróðlegu erindi á fundi Græna netsins um Evrópusambandið af umhverfissjónarhóli, sem haldinn var að loknum aðalfundi félagsins á Glætunni laugardaginn 6. júní. Á aðalfundinum sagði Mörður Árnason, ný-endurkjörinn formaður félagsins, að Evrópumálin yrðu ljóslega eitt helsta verkefni félagsins á nýju starfsári.
Jón Gunnar rakti sameiginlegt starf ESB-ríkjanna að náttúruvernd, lýsti skipulagi samstarfsins og eftirliti með aðgerðum í aðildarríkjunum. Hann sagði að Íslendingar gætu haft verulegan hag af þessari samvinnu, og væru tilbúnir til hennar því að undanförnu hefði skipulegt náttúruverndarstarf farið fram undir sömu merkjum og í sambandinu. EES-aðildin tæki hinsvegar ekki til náttúruverndar. Mikið verk yrði að vinna á þessu sviði, einkum við greiningu og flokkun vistgerða og búsvæða, áður en til aðildar gæti komið, með talsverðum kostnaði, og stjórnvöld yrðu að gæta þess að slík vinna tefði ekki aðildarferlið ef ákveðið væri að leggja í þennan leiðangur.
Fundarmenn þökkuðu Jóni Gunnari fyrir sitt mál og höfðu margs að spyrja þar á meðal um hvalveiðar, sem væntanlega legðust af við inngöngu, um ásókn framandi tegunda, með hjálp mannsins og án, um selalög og um skógrækt.
Á aðalfundi Græna netsins fyrr um morguninn var kynnt skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 20082009 og samþykktir reikningar félagsins. Stjórnin var endur- og sjálfkjörin, en í henni eru Mörður Árnason, formaður, Dofri Hermannsson, Helga Rakel Guðrúnardóttir, Katrín Theodórsdóttir, Reynir Sigurbjörnsson (vm.), Sigrún Pálsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir (v.m.).
Mörður sagði í lok aðalfundar að Evrópumálin yrðu eitt af helstu verkefnum félagsins á nýju starfsári og boðaði stofnun sérstaks vinnuhóps til að safna upplýsingum um stöðu umhverfis-og náttúruverndarmála í Evrópusambandinu, athuga hver ættu að vera samningsmarkmið Íslendinga á þessum svipum í aðildarviðræðum og leggja á ráðin um kynningu meðal umhverfissinna og almennings. Hann sagði einnig ljóst að fram til áramóta hlytu samtök á umhverfissviði að leggja mikla áherslu á loftslagsmál vegna ráðstefnunnar miklu í Kaupmannahöfn í desember.
Í skýrslu stjórnar kom fram að hún væri nokkuð ánægð með störf félagsins á árinu, sem markaðist allan veturinn af kreppunni og pólitískum tíðindum tengdum henni. Helst játaði stjórnin á sig vanrækslusyndir í tengslum við vettvangsferðir sem úr dró miðað við fyrra starfsár, og taldi að næsta stjórn hlyti að bæta úr.
Ný stjórn kemur saman í næstu viku, skiptir með, sér verkum og ræður ráðum sínum um starfið á næstunni. Sjá símanúmer og netföng stjórnarmanna hér á síðunni.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008