Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Obama og umhverfið hjá Græna netinu

Nýr forseti á leið í Hvíta húsið með fangið fullt af fyrirheitum í umhverfis-, orku- og efnahagsmálum og hefur sett úrvalsfólk til verka. – Hver er stefnan? Hvað verður úr? Hvaða áhrif hafa breytingarnar vestra á heimsbyggðina – og Ísland? Árni Finnsson og Karl Blöndal málshefjendur á fundi Græna netsins um Obama og umhverfið á Glætunni á laugardaginn frá kl. 11.

Græna netið heldur fund um Barack Obama og umhverfismálin laugardaginn 10. janúar á kaffihúsinu Glætunni, Laugavegi 19 (gegnt Máli og menningu). Málshefjendur eru Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fundurinn hefst kl. 11 árdegis.
Kjörinn Bandaríkjaforseti vakti mikla athygli í kosningabaráttunni fyrir einarða afstöðu í umhverfismálum, sama hvort borið er niður í baráttu gegn loftslagsvá, í orkumálum eða almennri náttúruvernd. Fréttir af mannaskipan og öðrum undirbúningi valdatökunnar benda til þess að Obama hafi fullan hug á að standa við fyrirheit sín í þessum efnum. Þar verður þó við ramman reip að draga – stórfyrirtæki, íhald og ýmis hagsmunaöfl innan þings og utan. 

Á fundinum á laugardag tala tveir kunnáttumenn um umhverfismál og bandarísk stjórnmál um stefnumið Obama og líkur á því að hann komi þeim í framkvæmd. Einnig má vænta umræðna um áhrif breyttrar stefnu vestra á íslensk stjórnmál – þar sem umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins hefur ekki síst mótast af nánum kynnum við kenningasmiði repúblikana í Bandaríkjunum.

Allir velkomnir á fund GN í Glætunni.

Stjórnin

 


Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband