Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Græna netið ályktar um landsskipulag

Græna netið fundaði um landsskipulag á Kaffi Hljómalind í morgun. Lýstu fundarmenn áhyggjum sínum yfir því að lögin skuli ekki hafa verið tekin til afgreiðslu á haustþingi og var samþykkt ályktun þess efnis í lok fundar. Tillaga að landsskipulagi er hluti af frumvarpi umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur að nýjum skipulagslögum sem kynnt var á síðasta þingi og er hún þriðji ráðherrann sem kemur að frumvarpinu.

Ályktun fundar Græna netsins:
 „Landsskipulag er nauðsynlegt stjórntæki fyrir almannavaldið í skipulags- og umhverfismálum. Það getur hindrað handahófsákvarðanir og deilur sem nú koma niður á náttúruverðmætum og tefja framkvæmdir. Opin og gagnsæ vinnubrögð við mótun landsskipulagsáætlana geta leitt til aukinnar sáttar í þessum efnum, agað stefnumótun og áætlanagerð og bætt lýðræði í samfélagi okkar. Slík skipan er við lýði í öllum hinu norrænu ríkjunum og víðast annarstaðar í grannlöndunum.
 
Græna netið lýsir vonbrigðum með að landsskipulag verði ekki lögbundið á þinginu sem nú er að ljúka. Þar með hefur alþingi látið ónýtt tækifæri til að stíga mikilsvert framfaraskref sem hefði breytt stöðu umhverfismála og orðið sveitarfélögunum mikill styrkur í skipulagsmálum, ekki síst á landsbyggðinni.
 
Græna netið væntir þess að landsskipulagsákvæðin verði lögð fyrir alþingi á ný í vetur og hvetur alþingismenn og sveitarstjórnarmenn til að ná áttum í þessu mikilvæga máli.“


Landsskipulagið – hverju breytir það? – verður það samþykkt?

graena netid logoHelgi Hjörvar og Sigurður Ásbjörnsson tala um landsskipulag á spjallfundi Græna netsins nk. laugardag.

Helgi Hjörvar formaður umhverfisnefndar alþingis og Sigurður Ásbjörnsson starfsmaður Skipulagsstofnunar verða málshefjendur á spjallfundi Græna netsins um landsskipulag á laugardaginn 6. september. Fundurinn er haldinn á Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23 í Reykjavík, kl. 11 árdegis. 

Ákvæði um landsskipulag í skipulagslagafrumvarpi umhverfisráðherra hafa valdið ágreiningi meðal sveitarstjórnarmanna og þingmanna, og hefur komið fram veruleg andstaða við þau innan Sjálfstæðisflokksins. Náttúruverndarmenn hafa hinsvegar lagt mikla áherslu á landsskipulag sem leið til að rjúfa alveldi sveitarfélaga í skipulagsmálum og koma að almannahagsmunum. Þegar þessi auglýsing er skrifuð er enn ekki ljóst hvort málið verður afgreitt á nýhöfnu septemberþingi en það skýrist væntanlega fyrir fundinn á laugardag þar sem Helgi segir frá gangi mála á þinginu en Sigurður segir okkur frá helstu þáttum hugmynda um landsskipulag og hvernig það virkar í grannlöndum.

Ef vel liggur á stjórninni er hugsanlegt að hún leggi fyrir fundinn tillögu til ályktunar um þessi mál.Allir velkomnir á fundinn á Hljómalind. 

Stjórnin  


Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband