Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
22.5.2008 | 23:42
Ingibjörg Sólrún um umhverfismálin
Formaður Samfylkingarinnar ræðir um umhverfisstefnuna á aðalfundi Græna netsins á Sólon á laugardaginn 24. maí
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræðir um umhverfisstefnu flokks og lands á fundi Græna netsins á Sólon á laugardaginn. Fundurinn hefst kl. 11.30, eftir aðalfund samtakanna sem hefst kl. 11. Þau Mörður Árnason, formaður Græna netsins, Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, ræða fyrst stuttlega um stöðu umhverfismála og stefnu Samfylkingarinnar en síðan hefur Ingibjörg Sólrún orðið og svarar fyrirspurnum fundarmanna.
Allir áhugamenn um umhverfismál eru velkomnir á fundinn. Græna netið var stofnað í október í fyrra, félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, sjálfstæður félagsskapur í tengslum við Samfylkinguna, og hefur fyrsta starfsár sitt haldið fundi um umhverfismál, farið í vettvangsferðir á svæði sem um er deilt, gefið álit á einstökum framkvæmdum og samþykkt ályktanir um það sem efst er á baugi í umhverfisstjórnmálum.
10.5.2008 | 19:54
Aðalfundur Græna netsins 24. maí
Aðalfundur Græna netsins verður haldinn laugardaginn 24. maí á kaffistofunni Glætunni, Aðalstræti 9, kjallara, og hefst kl. 11 árdegis.
Auk aðalfundarstarfa verða pallborðsumræður með þátttöku fundarmanna um stöðu umhverfismála, umhverfisstefnu Samfylkingarinnar og útlitið framundan.
Allir áhugamenn velkomnir.
--------------
Vettvangsferð um Hellisheiði
Græna netið ætlar í vettvangsferð um virkjana- og útivistarsvæði á Hellisheiði og nágrenni laugardaginn 7. júní. Ferðin hefst um kl. 10 á Umferðarmiðstöðinni og verður þátttökugjaldi stillt í hóf. Reiknað með nokkurri göngu og útivist eftir veðri og aðstæðum, áætluð koma aftur í bæinn 15-16. Tilkynnið þátttöku í sas@vortex.is.
-- nánari ferðalýsing síðar.
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008