Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 23:04
Græna netið skundar á Þingvöll
- Þingvellir, Lyngdalsheiði og Gjábakki
Sunnudaginn 4. maí ætlar Græna netið að skunda á Þingvöll m.a. í þeim tilgangi að kynna sér deilur um legu Gjábakkavegar sem liggur á milli Þingvalla og Laugarvatns. Einar Sæmundsson, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, fer með okkur um svæðið og ræðir um stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Lagt verður af stað kl.11 frá BSÍ og er ráðgert að koma til baka um kl. 17. Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti og drykkjarföng þar sem við getum ekki treyst því að þjónustumiðstöðin verði opin.
Allir eru velkomnir en tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti í netfangið sas@vortex.is eða sigrun.pals@simnet.is. Einnig er hægt að tilkynna sig með sms eða símtali í 861 2135. Góðfúslega látið vita af fjölda samferðamanna þegar tilkynnt er um þátttöku.
Fargjald er krónur 1.500 og frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Á vef Veðurstofunnar fyrir sunnudaginn segir:
Hiti: 12°C
Vindur: austan 5 m/s (andvari eða gola)
En býst við einhverri úrkomu um allt land.
Þátttakendur þurfa því að búa sig með hliðsjón af því að það geti fallið skúrir. Við gerum ráð fyrir útivist sem á að vera fær öllu fullfrísku fólki.
Hægt er að kynna sér tillögur að legu Gjábakkavegar á vef Landverndar en þar fer fram netkosning um tillögurnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 16:47
Össur um orku og umhverfisvernd
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er gestur Græna netsins á fundi laugardaginn 26. apríl um frumvarpið um framtíð orkumála, um iðnaðaruppbyggingu, stóriðjuáform og náttúruvernd. Fundurinn verður haldinn á Sólon í Bankastræti, Reykjavík, og hefst klukkan 11. Eftir stutt upphafsávarp Össuarar verða umræður og fyrirspurnir.
Þetta er fyrsti opni fundurinn sem iðnaðarráðherra heldur í höfuðborginni í vetur og má vænta fjörugra og fróðlegra umræðna á fundi Græna netsins með Össuri Skarphéðinssyni. Fundarstjóri verður Katrín Theodórsdóttir lögmaður.Félagar í Græna netinu eindregið hvattir til að mæta á þennan fund með einum mikilvægasta stjórnmálamanni flokks og þjóðar á umhverfissviði!
Stjórnin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 00:12
Bíðum niðurstöðu rammaáætlunar - yfirlýsing Samfylkingarinnar
Flokksstjórnarfundurinn telur að við ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir í atvinnumálum með tilstuðlan og atbeina stjórnvalda og almannafyrirtækja verði að taka mið af nútímalegum atvinnuháttum, byggðasjónarmiðum og umhverfisþáttum, þar á meðal skuldbindingum Íslendinga í loftslagsmálum og fyrirheitum um vernd ósnortinna náttúrusvæða.
Ályktunartillöguna báru fram þau Anna Pála Sverrisdóttir, formaður UJ, og Mörður Árnason, formaður Græna netsins, fyrir hönd samtaka sinna og var hún samþykkt með breytingartillögu frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Í umræðum um tillöguna var sérstaklega minnst á boðaðar Helguvíkurframkvæmdir og virkjanir og línulagnir sem þeim tengjast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008