Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvað getum við lært af Finnum?

Græna netið efnir til spjallfundar um hvað Íslendingar geti lært af Finnum á Glætunni, Laugavegi 19, kl. 11.00 nk. laugardag, 8. nóvember. Málshefjandi á fundinum er Jón Baldvin Hannibalsson, áður utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Finnlandi. Á fundinum fjallar Jón Baldvin um ástæður þess að Finnar lentu í svo alvarlegum efnahagsþrengingum og lýsir því hvað þeir gerðu til að vinna sig út úr þeim. Ennfremur veltir hann fyrir sér hvaða lærdóm megi draga af reynslu Finna, - hvaða mistök þeir gerðu og hvað þeir gerðu vel.

"Finnska leiðin" svokallaða hefur verið til umræðu á pólitískum fundum og í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Sitt sýnist hverjum en ljóst er að Íslendingar geta dregið lærdóm af reynslu Finna. Fróðlegt verður að heyra hvaða Jón hefur um málið að segja. Stjórn Græna netsins hvetur áhugasama til að mæta og taka þátt í líflegum umræðum um málefni dagsins.
 
Allir velkomnir!

Stjórn Græna netsins


Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband