Leita í fréttum mbl.is

Hvað verður úr Rammaáætluninni?

Svanfríður Jónasdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir segja frá væntanlegri Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða á fundi Græna netsins á Sólon kl. 11 á laugardag.

Rammaáætlun „um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði“ er væntanleg strax eftir áramót og sætir tíðindum í langvinnum deilum um virkjanir og náttúruvernd. Grunnhugsunin í þessum áfanga var að sameinast um tiltekin verndarsvæði en gefa jafnframt almennt leyfi til framkvæmda á öðrum náttúrusvæðum. Enn önnur svæði verða svo áfram í biðstöðu, en þá ekki hreyfð á meðan. Þær tillögur sem skapast um þetta fara frá vinnuhópnum til ríkisstjórnarinnar og á alþingi að lokum að fjalla um þær og festa meðferð þeirra í lög, sem ekki var um fyrri tilraun til slíkrar rammaáætlunar.

Á fundi Græna netsins á laugardag segir Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, frá vinnunni við þennan áfanga Rammaáætlunar og lýsir því sem nú liggur fyrir, og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður faghóps um náttúrufar og minjar og náttúrufræðiprófessor, segir frá vinnu og áföngum í því starfi.

Fundurinn hefst klukkan 11 á Sólon í Bankastræti, Reykjavík. Fundarstjóri verður Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi.Í Rammaáætluninni einsog hún er nú skipulögð felst helsta framlag Samfylkingarinnar og síðustu tveggja ríkisstjórna til sátta um landnýtingu á náttúrusvæðum, og „Rammaáætlun um náttúrusvæði“ var eitt af kjarnaatriðum stefnunnar um Fagra Ísland fyrir kosningarnar 2007.Hér er tækifæri til að fræðast, ræða málin og hafa áhrif.

Mætum öll á Sólon laugardag frá kl. 11–13 látið áhugamenn um náttúruvernd og landnýtingu í kringum ykkur endilega vita af fundinum á laugardaginn!

Allir velkomnir!

Stjórnin

-- Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðinagraenanetid@gmail.com
www.graenanetid.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband