24.11.2009 | 12:11
Hvað eftir Kyoto?
Árni Finnsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir ræða um loftslagsvána, Kaupmannahafnarráðstefnuna í desember og aðgerðir á Íslandi á opnum fundi Græna netsins og SffR á miðvikudagskvöld
Þau Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra eru málshefjendur á sameiginlegum fundi Græna netsins og Samfylkingarfélagsins um loftslagsmálin á miðvikudagskvöldið, 25. nóvember. Fundarstjóri er Mörður Árnason, formaður Græna netsins. Fundurinn verður haldinn í húsum SffR á Hallveigarstíg 1, 2. hæð, hefst kl. 20.30 og lýkur um kl. 22.
Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn hefst eftir rúmar þrjár vikur. Hún er sú síðasta undir merkjum Kyoto-samkomulagsins sem nær til ársloka 2012, og nú á að ná nýju samkomulagi um næsta tímabil. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar um raunverulegan árangur því horfur í loftslagsmálum versna sífellt, og margir fremstu fræðimenn og umhverfisstjórnmálamenn telja að það ráðist á næsta áratug hvort okkur sem nú lifum tekst að stemma stigu við ógninni.
Íslendingar hafa einnig hlutverki að gegna, sem þjóð meðal þjóða við sameiginlegar ákvarðanir, og einnig við að sinna skuldbindingum okkar og takast á hendur auknar skyldur sem hérlendis falla saman við uppbygginguna eftir hrunið.
Um þessi mál ræða þau Árni og Þórunn á miðvikudagskvöld, en bæði ætla þau til Hafnar í næsta mánuði að fylgjast með ráðstefnunni.
Fróðlegur og skemmtilegur fundur í vændum, allir velkomnir á Hallveigarstíginn miðvikudag frá 20.30.
Stjórn Græna netsins
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Athugasemdir
Ég ætla að krefja ykkur í Græna netinu um að sýna mér og sanna að það hafi einhversstaðar verið vísindalega sannað að koltvísýringur CO2 hafi áhrif svo nokkru nemi á loftslag í heiminum. Það er kominn tími til að þið og aðrir sem fylgið blint því sem frá IPCC kemur leggið fram gögn sem sanna þetta.
Ætlið þið að stinga höfðinu í sandinn þegar nú hefur komið í ljós stórfellt misferli með vísindaleg gögn hjá Hadley í Englandi, nóg var fölsun Michael Mann á loftslagi síðustu 1000 ár þegar hann setti fram hinn alræmda Hokkýstaf.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.11.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.