23.10.2009 | 22:16
Hvar er orkan fyrir Helguvík?
Græna netið leitar að raforku fyrir 360 þúsund tonna álver á Suðurnesjum fundur á Sólon laugardag kl. 11. Þeir Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi og Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli eru málshefjendur á fundi Græna netsins um orkumál, þar sem leitað verður svara við áleitnum spurningum um orku fyrir áformuð álver á Suðvesturhorninu og fyrir norðan.
Fundurinn er haldinn á Sólon við Bankastræti í Reykjavík og hefst kl. 11 árdegis. Fundarstjóri verður Sigrún Pálsdóttir.
Fullgert á álver Norðuráls við Helguvík að geta framleitt 360 þúsund tonn áls á ári, heldur meira en ver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Til þessa þarf 630 megavött (Kárahnjúkavirkjun: 690 MW), og er ýmsum spurningum ósvarað um þá orkuöflun. Þeir Sigmundur og Dofri eru meðal þeirra sem hafa efast um orkuöflun til framkvæmdanna en Norðurál á hinn bóginn birt á heimasíðu sinni yfirlit um ýmsa orkukosti sem til greina komi. Svipaðar spurningar eru uppi um áformaðar álversframkvæmdir við Húsavík. Áformað Helguvíkurálver er daglega í fréttum vegna þessara orkumála, suðvesturlínu og úrskurðar umhverfisráðherra, stöðugleikasamningsins, fjáröflunarvanda og atvinnustefnu.
Má því búast við fjörugum fundi á Sólon. Því er við að bæta að Mörður Árnason, formaður Græna netsins, hefur á bloggsíðu sinni boðið Björgvini G. Sigurðssyni alþingismanni sérstaklega á fundinn vegna stuðningsyfirlýsingar Björgvins við tillögu stjórnarandstæðinga á þingi gegn úrskurði umhverfisráðherra.
Allir velkomnir á Sólon, laugardag frá kl. 11.Stjórn Græna netsins
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 10.11.2009 kl. 17:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.