19.5.2009 | 21:11
Hagkerfi framtíðarinnar
- Sóknaráætlun um fjölda nýrra starfa í grænu hagkerfi
Íslendingar gætu verið meðal þeirra þjóða sem endurreisa efnahagslíf sitt á grunni græna hagkerfisins. Það gerir kröfu um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og atvinnu- og framleiðsluhætti sem virða jafnrétti kynslóðanna til sömu lífsgæða og við njótum. Nýr forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur lýst því yfir að kapphlaupið um að þróa bestu lausnirnar sé hafið og hann vill að Bandaríkjamenn verði fyrstir til að þróa grænt hagkerfi. Nú er því annað hvort að hrökkva eða stökkva fyrir Íslendinga. Við eigum tvo valkosti í stöðunni: Að nýta auðlindir okkar og þekkingu á sjálfbæran hátt til að skapa þjóðinni atvinnu eða sitja eftir í skugganum og láta öðrum eftir störfin sem skapast við að þróa nýtt og lífvænlegra samfélag.
Græna hagkerfið er engin klisja eða draumsýn náttúruverndarfólks. Það er eina raunhæfa lausnin til að endurreisa efnahagslíf heimsins á grunni siðferðilegrar ábyrgðar og réttlætis gagnvart komandi kynslóðum. Barack Obama lagði fram í febrúar endurreisnaráætlun þar sem lagður er grundvöllur að nýju grænu hagkerfi Bandaríkjanna með 5 milljón nýjum störfum á næstu árum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einnig lagt fram áætlanir um innleiðingu grænna lausna til að endurreisa laskað efnahagslíf aðildarlandanna. Íslendingar hafa allar forsendur og einstakt tækifæri til að taka upp grænt hagkerfi
Í græna hagkerfinu er hugvit og mannauður virkjaður til nýsköpunar og gamalgrónar atvinnugreinar eru endurskapaðar í þeim tilgangi að leggja nýjan grunn að þróttmiklu atvinnulífi. Með markvissri eflingu atvinnugreina undir merkjum græna hagkerfisins má fjölga störfum á Íslandi verulega næstu árin :
Græn orka og vistvæn matvælaframleiðsla gætu orðið vörumerki Íslands á alþjóðavettvangi og merkisberi græna hagkerfisins. Til þess að svo geti orðið skiptir miklu að Íslendingar hafi sjálfbæra orkustefnu að leiðarljósi. Þeir hljóta að forðast ágenga orkunýtingu á jarðhitasvæðum og koma í veg fyrir að vatnsorkuvirkjanir skaði landslag og náttúru. Orkuna þarf að nýta í starfsemi sem sómir sér vel í grænu hagkerfi. Á næstu árum skapast mörg störf í orkurannsóknum ekki síst á sviði jarðvarma og djúpborana. Stórbæta þarf orkunýtingu við raforkuvinnslu jarðhitavirkjana. Miklir möguleikar liggja einnig í þróun raforku í samgöngum. Heimsbyggðin kallar nú á rafvæddan bílaflota og almennigssamgöngur. Möguleikar Íslendinga til að taka þátt í þeirri þróun hljóta að vera miklir. Grænar samgöngur skapa ný störf.
Grænn landbúnaður skapar ný störf með lækkun raforku til garðyrkju og að gera bændum kleift að þróa og selja afurðir beint frá búi án takmarkandi reglugerða. Markaðssókn landbúnaðarins undir merkjum vistvænna afurða gæti aukið útflutningsverðmæti. Grænn sjávarútvegur skapar einnig ný störf með eflingu fullvinnslu og nýsköpunar í sjávarútvegi, sérstakri markaðssókn undir merkjum vistvænna afurða og sérstakri fiskveiðilögsögu dagróðrabáta..
Grænn iðnaður skapar fjölda nýrra starfa. Efla þarf t.d. sprotafyrirtæki í tölvu, matvæla, lyfja og lífefnaiðnaði. Rannsóknir og þróun vistvænna orkugjafa eins og t.a.m vetnis, metanóls og lífefna þarf einnig að efla. Kísilflöguverksmiðjur, stórar gagnamiðstöðvar og vatnsfyrirtæki nýta orkuauðlindir okkar á sjálfbæran hátt og skapa fjölda starfa. Innleiðing græns hagkerfis og aðildarviðræður við Evrópusambandið myndi skapa þessum iðnaði traustan rekstrargrundvöll og möguleika til aukinnar sóknar á erlendum mörkuðum.
Í ferðaþjónustu og grænni ferðamennsku má skapa fjölmörg ný störf. Þjóðgarða landsins þarf að efla og bæta aðstöðu ferðamanna s.s. með lagningu göngustíga, fræðslu og ýmiskonar þjónustu. Efla þarf menningartengda ferðamennsku og Íslandi trúverðugleika á alþjóðavettvangi.
Heilsutengd ferðaþjónusta skapar ný störf á næstu árum. Vinna þarf að alþjóðlegu vottunarkerfi heilsutengdrar ferðaþjónustu og skapa samstarfsgrundvöll á milli heilbrigðiskerfisins og ferðaþjónustunnar. Menningar- og afþreyingarstarfsemi skapar ný störf með öflugum stuðningi við innlenda listsköpun og listastofnanir. Einnig þyrfti að samhæfa markaðssetningu íslenskrar menningar á erlendum vettvangi og leggjast strax í öflugt átak í þeim efnum. Uppbygging háskóla og sérskólanáms um land allt mun skapa ný störf á næstu árum.
Innleiðing græna hagkerfisins á Íslandi mun tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til lands og sjávar, þar sem atvinnuuppbygging er í sátt við umhverfi og náttúru og þar sem komandi kynslóðum eru tryggð sömu eða betri gæði en okkur sem lifum í dag. Í samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu og Ameríku getur Ísland lagt sitt á vogarskálarnar til að skapa góða framtíð fyrir börnin okkar. Græna hagkerfið er hagkerfi framtíðarinnar.
Við undirrituð erum í Samfylkingunni og störfum með henni í þeirri trú að við getum með málefnalegu starfi og samræðum styrkt hana til að gera græna atvinnusköpun að einni meginstoðinni í stefnuskrá flokksins. Á landsfundi fundum við að í röðum flokksfólks var mikill stuðningur við þá stefnu. Stuðningur þingflokks Samfylkingarinnar við staðfestingu stóriðjusamnings við Helguvík er döpur arfleið fyrri ríkisstjórnar, tryggð við gefin loforð í von um ný störf, sem við þó óttumst að reynist tálsýn ein og beini takmörkuðum kröftum inn á blindgötu. Samfylkingin heitir í stefnu sinni áherslu á græna atvinnusköpun, þar sem græn orka er notuð í vistvæna framleiðslu. Það er leiðin.
Fyrir hönd Nýgræðinga
Lárus Vilhjálmsson fjármálastjóri
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarkona og ferðaskipuleggjandi
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.