27.6.2008 | 20:35
Umhverfissamtök fjölmenna í Teigsskóg í Þorskafirði
Fuglaverndarfélag Íslands, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Græna netið og heimamenn í Reykhólasveit efna til gönguferðar um Teigsskóg í Reykhólasveit í Barðastrandasýslu laugardaginn 5. júlí n.k. Lagt verður upp frá Gröf klukkan 13.00 þar sem Gunnlaugur Pétursson býður göngufólk velkomið og segir frá áformum Vegagerðarinnar um veglagningu um landnámsskóginn og umhverfisáhrifum hennar. Á áningarstöðum sýna Einar Þorleifsson frá Fuglavernd og Gunnlaugur Pétursson ferðalöngum fugla, blóm og jurtir m.a. ferlaufunginn og krossjurtina sem fundist hafa í skóginum. Ferðin endar í hlaðvarpanum á Hallsteinsnesi þar sem sagt verður frá lifnaðarháttum arnarins sem og einu gjöfulasta arnarhreiðri á landinu sem er að finna í Djúpafirði. Gönguferð um skóginn tekur um þrjár klukkustundir.
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig í ferðina í síðasta lagi á miðvikudag 2. júlí kl. 16. Skráning í ferðina er hjá Sigrúnu í síma 866 9376 eða sigrunpals@landvernd.is
Þeir sem vilja prjóna við ferðina og gista er bent á að búið er að taka frá fjögur herbergi í Djúpadal í næsta nágrenni Teigsskógar en þar er gisting með eldunaraðstöðu í gömlum bæ. Einnig heitur pottur og sundlaug. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í þessi herbergi (3x2, 1x1) eru vinsamlegast beðnir að hringja þangað sem allra fyrst því - fyrstur kemur, fyrstur fær. Mikið er af gististöðum í Reykhólasveit og bendum við áhugasömum á eftirfarandi möguleika:
Gisting með eldunaraðstöðu, heitum potti og sundlaug kr. 2 500 í svefnpokaplássi og kr. 3 000 í uppbúnu rúmi.
Sími 434-7853
Hótel Bjarkalundur
www.bjarkalundur.is
Sími 434-7762
Gistiheimilið Álftaland
www.alftaland.is´
Sími 434-7878
Miðjanes, ferðaþjónusta bænda
Sími 434-7787, 893-7787
Upplýsingar um svæðið með kortum: www.westfjords.is/index.php/services/listings/C11
Sjá einnig: www.gisting.is/?gid=274
Við hvetjum fólk til að sameinast um bifreiðarnar.
Tildrög ferðarinnar:
Um nokkurt skeið hafa verið í gangi málaferli sem fara fyrir Hæstarétt á hausti komandi. Málaferlin eru rekin af landeigendum, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtökum Íslands til að hrindra ákvörðun um vegagerð yfir Djúpafjörð, Gufufjörð og um Teigsskóg.
Fuglavernd og Landvernd hafa lagt til vegagerð sem fæli í sér jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Sú vegagerð kæmi að mestu í veg fyrir náttúruspjöll, Teigsskógur yrði ósnortinn og Djúpifjörður og Gufufjörður, sem eru í Breiðafjarðarfriðlandi, héldust óbreyttir. Jarðgangaleiðin myndi stytta leiðina um sem nemur 7 km og auka umferðaröryggi verulega - enda aldrei snjór eða hálka í jarðgöngum.
1000 hvítar veifur á björkum í vegstæði Vegagerðarinnar í Teigsskógi
"Þúsund hvítar veifur á björkum í Teigsskógi eru ákall um að stjórnvöld láti fornskóginn þar í friði. Fyrirhuguð er hraðbraut í gegnum skóginn og þvera á firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegagerðin er alvarlegt umhverfisslys þar sem þessi mjög svo umdeildi vegur spillir lítt snortinni landslagsheild, þar með töldum hinum forna Teigsskógi, og þverun fjarða mun hafa áhrif á leirur og fæðustöðvar hundruða þúsunda farfugla sem hafa leirurnar sem áningarstað auk varpfuglanna á svæðinu. Öll þessi röskun er óþörf þar sem gamla vegastæðið og göng gegnum hálsa er ódýrari, öruggari og jafnfljótleg leið - og spillir engu. Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra felldi úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og heimilaði þessa vafasömu framkvæmd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2008 kl. 10:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.