Leita í fréttum mbl.is

Bíðum niðurstöðu rammaáætlunar - yfirlýsing Samfylkingarinnar

Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt í lok flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar sl. sunnudag: „Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Hótel Sögu 30. mars 2008 hvetur ríkisstjórnina til að vinna að atvinnuuppbyggingu sem byggist á þekkingu, hátækni og virðingu við sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar. Fundurinn leggur áherslu á að meðan beðið er niðurstöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða verði ekki farið inn á óröskuð svæði og varar eindregið við því að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá orkuöflun, línulögnum, losunarheimildum o.fl.

Flokksstjórnarfundurinn telur að við ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir í atvinnumálum með tilstuðlan og atbeina stjórnvalda og almannafyrirtækja verði að taka mið af nútímalegum atvinnuháttum, byggðasjónarmiðum og umhverfisþáttum, þar á meðal skuldbindingum Íslendinga í loftslagsmálum og fyrirheitum um vernd ósnortinna náttúrusvæða.“

Ályktunartillöguna báru fram þau Anna Pála Sverrisdóttir, formaður UJ, og Mörður Árnason, formaður Græna netsins, fyrir hönd samtaka sinna og var hún samþykkt með breytingartillögu frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Í umræðum um tillöguna var sérstaklega minnst á boðaðar Helguvíkurframkvæmdir og virkjanir og línulagnir sem þeim tengjast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband