18.2.2008 | 11:00
Enginn er verri þótt hann vökni
Góð mæting var í vettvangsferð Græna netsins á Varmársvæðið í Mosfellsbæ á laugardag þrátt fyrir úrhellisrigningu. Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um jarðhitasvæðið í Reykjahverfi, skoða náttúruperlur á bökkum Varmár og líta yfir framkvæmdasvæðið í Helgafellslandi. Magnús Guðmundsson sagnfræðingur leiddi hópinn sem hóf för í Reykjahverfi þar sem Guðmundur Jónsson sagði sögu kalkúnaræktar á Reykjabúinu. Eftir skemmtilega göngu upp í hlíðar Reykjafjalls undir leiðsögn Magnúsar var haldið til Hönnu Bjartmars en þar biðu hópsins ylur og indælar veitingar. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði þar gestum frá stöðu skipulagsmála í Mosfellsbæ áður en haldið var af stað að Reykjalundi þar sem Magnús skýrði frá sögu staðarins. Þaðan var haldið að fögru gljúfri Skammadalslækjar og niður að Álafossi.
Í Álafosskvos beið Palli hnífasmiður eftir göngugörpum með ilmandi fiskisúpu. Undir borðum sagði Katrín Theódórsdóttir lögmaður frá Varmárdeilunni og fulltrúar Varmársamtakanna frá starfi samtakanna og markmiðum. Dagskránni lauk síðan með stuttri heimildamynd um lífið á Álafossi frá 1896-1970 sem Hildur Margrétardóttir og fleiri íbúar á svæðinu eru að vinna að.
Græna netið átti frumkvæði af þessari vel heppnuðu ferð í Mosfellsbæ sem þeirra fólk á svæðinu skipulagði og er vonandi að starf félagsins haldi áfram með sama dampi og hér er lýst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.