10.2.2008 | 17:20
Náttúruvernd í þéttbýli – vettvangsferð í Mosfellsbæ
Laugardaginn 16. febrúar verður farið undir merkjum Græna netsins á Varmársvæðið í Mosfellsbæ. Safnast saman kl. 11 frá endastöð strætó við Reykjaveg. Gengið um hverasvæðið í Reykjahverfi og upp í hlíðar Reykjafells ef veður leyfir undir leiðsögn Magnúsar Guðmundssonar sagnfræðings. Eftir gönguna þiggur hópurinn hressingu í bústað Hönnu Bjartmars bæjarfulltrúa á bökkum Varmár. Þar verður skipulagsspjall Jónasar Sigurðssonar oddvita Samfylkingarinnar í bænum og þeir Sigurður Ásbjörnsson og Magnús Guðmundsson skýra út jarðfræðina. Gengið niður að dælustöð Orkuveitunnar og gegnum Reykjalundarskóg að gljúfri Skammadalslækjar og síðan í Álafosskvos þar sem Palli hnífasmiður býður fiskisúpu og Katrín lögmaður Theódórsdóttir talar um Varmárdeiluna. Heimsókninni lýkur um 15.30 hjá Hildi Margrétardóttur myndlistarmanni sem sýnir okkur glefsur úr kvikmynd um lífið á Álafossi fyrr á tímum.
Til að tryggja að allir fái örugglega sinn skammt af indælli fiskisúpu Palla hnífasmiðs biðjum við göngugarpa að skrá þátttöku hjá graenanetid@gmail.com
Þetta verður mögnuð vettvangsferð takið daginn frá og látið fiskisöguna fljúga. Reykvíkingar eru hvattir til að fara til Mosó á vistvænan hátt, með leið 15, sem fer frá Meistaravöllum kl. 10.04.
Hanna Bjartmars býr í Reykjaseli við Engjaveg Skammadalsmegin við Varmá á móts við Reykjabyggð. Bílastæði eru í grennd við endastöðina.
Stjórnin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2008 kl. 10:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.