25.2.2011 | 22:20
Er Samfylkingin græn?
Á morgun laugardaginn 26. febrúar kl. 11-13 stendur Græna netið, félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, fyrir fundi á Hressó um Samfylkinguna og grænu málin.
Frummælendur verða þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, fv umhverfisráðherra og formaður þingflokks Samfylkingarinnar og Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar og óþreytandi baráttumaður fyrir náttúruvernd.
Fundarstjóri verður Dofri Hermannsson, formaður Græna netsins og fv framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Spurt verður: Er Samfylkingin græn? Hvert er orðspor hennar í umhverfismálum? Hvað hefur hún gert vel og hvar hefur hún brugðist? Hvað réð ákvörðun þingflokksins um að styðja Kárahnjúkavirkjun? Samræmdist það stefnu flokksins? Er stefna flokksins ein og söm um allt land eða afstæð eftir því hvar á landinu hún er til umræðu? Hvaða hagsmunir ráða för? Kjördæmapot? Endurkjör? Eru flokkar öflugt verkfæri til að koma stefnu kjósenda í framkvæmd eða ef til vill einhvers konar ReMax lógó fyrir einyrkja í pólitík?
Þessar spurningar og ýmsar aðrar verða til umræðu á opinskáum og hressilegum fundi Græna netsins kl 11-13 á morgun laugardaginn á Kaffi Hressó.
Allir velkomnir.
Sjá Facebook viðburð hér http://www.facebook.com/event.php?eid=202113206465548
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.