11.10.2010 | 16:19
Hafnarframkvæmdir í Helguvík - Yfirlýsing frá Græna netinu
Yfirlýsing frá stjórn Græna netsins, félags jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina.
Stjórn Græna netsins lýsir furðu á vilja 6 þingmanna Samfylkingarinnar til að setja 700 milljónir af almannafé í að byggja upp einkahöfn fyrir 360.000 tonna álver í Helguvík. Ljóst er sú fórn mun engu breyta um eftirfarandi staðreyndir:
Orku vantar fyrir meira en helminginn af fyrirhuguðu álveri
Orkufyrirtækin vantar fjármagn til virkjunar á þeirri orku sem til er
Stór hluti þeirrar orku sem fyrirhugað er að virkja er bundin skipulagsvaldi sveitarfélaga sem vilja heldur að orkan sé nýtt til atvinnusköpunar í viðkomandi sveitarfélagi
Ekki er sátt um legu SV línu t.a.m. hafa fulltrúar Ölfuss lýst því yfir að línan verði ekki lögð um lendur þess nema að hluti af orku Hengilsins fari til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu.
Fengist fjármagn í virkjun þeirrar orku sem til er yrði það á mun hærri vöxtum en áformað var og því ljóst að orkufyrirtækin þurfa mun hærra verð fyrir orkuna en gert var ráð fyrir í upphafi
Hærra orkuverð setur fjármögnun Norðuráls á álverinu í Helguvík í enn frekara uppnám sem þó var ærin fyrir
Stjórn Græna netsins skorar á sexmenningana að rifja upp samþykktir landsfundar Samfylkingarinnar frá 2009 t.d. kaflann Efnahagsleg endurreisn http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=2cUtg1a%2bLBg%3d&tabid=166
þar sem m.a. segir:
Endurreisnin verður að miðast við græn grunngildi sem fela í sér sjálfbæra nýtingu auðlinda til lands og sjávar og traustan grunn fyrir stöðugleika og varanlegar lausnir. Tími töfralausna er liðinn.
Einnig gæti kaflinn Atvinna fyrir alla verið þeim holl upprifjun en hvergi er þar að finna orð um að nota skattfé almennings í að niðurgreiða vanhugsaðar töfralausnir. http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=Ixu7jJbiGN4%3d&tabid=166
Þess má geta að þær 700 milljónir sem umræddir þingmenn Samfylkingarinnar vilja taka af almenningi til að niðurgreiða einkahöfn fyrir erlent álfyrirtæki er um það bil sama upphæð og Tækniþróunarsjóður fær á ári til að styðja við bakið á nýjum sprotafyrirtækjum.
Á síðasta ári varð Tækniþróunarsjóður að neita 80% umsókna um stuðning vegna skorts á fjármunum. Efling sjóðsins hefur lengi verið baráttumál Samfylkingarinnar enda vandfundin betri leið til að efla nýsköpun í atvinnulífinu, skapa fjölda nýrra starfa, auka verðmætasköpun og útflutning.
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er flókið og alvarlegt mál sem hvorki á að hafa í flimtingum né gera sér pólítskan mat úr með tækifærismennsku. Þegar styðja á við bakið á atvinnuuppbyggingu með almannafé verður að gera kröfu um að verkefni séu arðbær, ferlið við mat á þeim sé gegnsætt og að allir hafi sömu möguleika á að njóta stuðnings. Efling Tækniþróunarsjóðs er dæmi um slíkar aðgerðir en vel má hugsa sér svæðisbundna útfærslu á slíkum aðgerðum.
700 milljónir af almannafé til niðurgreiðslu á einkahöfn í Helguvík er hins vegar augljóst dæmi um kjördæmapot, fyrirgreiðslupólitík og pólitísk hrossakaup.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 683
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Af mbl.is
Innlent
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
- Saksóknara ekki skylt að gefa upp gögn
- 58% styðja verkfallsaðgerðir kennara
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.