27.8.2010 | 18:17
Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september
Náttúruverndarfólk hefur nú ákveðið að blása til vettvangsferðar um mosavaxnar hraunbreiður og árbakka iðandi vatnsfalla í Skaftárhreppi. Það eru Græna netið, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem standa að ferð 11.-12. september um fyrirhuguð virkjunarsvæði á vatnasviði Skaftár og þá sér í lagi virkjanir kenndar við Búland, Hólmsá og jafnvel Skál. Leiðsögumaður í ferðinni verður Sigmundur Einarsson jarðfræðingur.
Á laugardeginum 11. september verður horft til áhrifa af Kötluhlaupum m.a. við Hjörleifshöfða og farið yfir fyrirhugað virkjunarsvæði í Hólmsá. Á sunnudag 12. september verða skoðuð virkjunaráform við Búland og Skál. Áætluð mannvirki Búlandsvirkjunar teygja sig upp að Hólaskjóli þar sem við snæðum kvöldverð og gistum á laugardagskvöld. Þess má geta að þennan sama dag verður réttað í Skaftárrétt.
Ferðin er öllum opin og sendist skráning til: reynirsigur@gmail.com
Gjald fyrir rútu, gistingu og kvöldverð er kr. 16.900 og til að tryggja sér sæti þarf að greiða gjaldið inn á reikning Græna netsins fyrir 6. september.
Bankaupplýsingar og kennitala: 303-26-41110; 411107-1240
Nánari upplýsingar hjá Reyni S í síma 894 0250 (til 5. sept) og Sigrúnu P í síma 866 9376 (eftir 5. sept.)Stjórnin
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- 15.10.2012 Náttúruvernd og mannréttindi - Hádegisfundur á Sólon 16. október
- 7.6.2012 Náttúruperlan Mývatn og jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi - fer...
- 21.5.2012 Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní
- 12.1.2012 Hversu verðmætt er myrkrið? Fundur um stjörnuhimin og ljósmengun
- 30.6.2011 Græna netið heldur aðalfund 7. júlí
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Eldri færslur
- Október 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.