Leita í fréttum mbl.is

Virkjun gufuafls og náttúra Mývatns - Vettvangsferð 8.-10. júní

Krafla300Græna netið mun í sumar halda uppteknum hætti og skipuleggja ferðir um dýrmæt náttúrusvæði þar sem verið er að íhuga orkunýtingu. Fyrsta vettvangsferðin verður farin um jarðhitasvæðin í Bjarnarflagi og við Kröflu í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 8.-10. júní 2012. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um möguleg mengunaráhrif gufu frá jarðvarmavirkjunum á vatnabúskap í Mývatni og Laxá. Farið verður um jarðhitasvæðin í fylgd sérfróðra og fuglalíf, -sem á þessum tíma er í hvað mestum blóma, - skoðað með Hjördísi Finnbogadóttur fyrrverandi fréttamanni á RÚV og ábúanda á Nónbjargi við Mývatn. Hópurinn heimsækir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn . Gert er ráð fyrir góðum göngum báða dagana svo sem á Hverfjall, um Bjarnarflag að Grjótagjá, einnig að Víti og upp á Leirhnjúk. Gengið verður eftir bökkum Laxár og upp á Vindbelgjarfjall.

Fargjald er kr. 31 500. Innifalin er svefnpokagisting með morgunmat að Eldá og ferðalag í rútu til og frá Reykjavík og innan svæðisins.

Skráning í ferðina fer fram í gegnum tölvupóst til - sigrun.pals@simnet.is eða - Dofra í síma 822 4504.

Vinsamlegast greiðið fargjald eigi síðar en 1. júní inn á reikning Græna netsins, kt. 411107-1240 - 303-26-41110 . Munið að fyrstur kemur fyrstur fær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sjónarmið þeirra sem vilja friða náttúrperlur og nýta þær geta vel farið saman.

Bláa lónið er talandi dæmi um þetta, komið á heimsminjaskrá sem eitt af 100 mestu undrum veraldar.

Ef ekki hefði verið borað og virkjað í Svartsengi - væri ekkert Blátt lón og eitt mesta undir veraldar þarna - væri þá ekki til.

Sameiginlegir fundir  gagnstæðra sjónarmiða - virkja og ekki virkja -  væru mjög æskilegir.  Það er alveg hægt að virða skoðanir náungans þó maður sé ekki sammála.

Umburðarlyndi og skilningur er lykill að bættum lífskjörum.  Þjóðinni vantar meiri atvinnu og gjaldeyri til að borga af lánum AGS.

Reynum meiri sættir ólíkra sjónarmiða

Kristinn Pétursson, 22.5.2012 kl. 18:13

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekki spurning um mengunaráhrif frá jarðvarma virkjunum. Það er gefið upp á heimssíðu OR.IS og þeir sem hafa áhuga ættu að kíkja á Hellisheiða virkjun og sá allt sem er í kring um virkjunina þar en það er stærra landflæmi sem fer í varmaskipti stöðina en sjálf gufuvirkjunin. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta allt. Þarna er svo köldu mengunarvatni dælt niður í heitt bergin sem skapar ótal jarðskjálfta en jörðin víprar í vissum skilningi.

Valdimar Samúelsson, 22.5.2012 kl. 22:09

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

málið er líka að þetta er dýrasta aðferð til að framleiða rafmagn en það dæmi var reiknað áður en þeir viðurkenndu mengunina. Kostnaður eftir að ákveðið var að dæla niður vatninu gerir dæmið ennþá óhagstæðara. Ég held samt að vindrafstöð sé dýrust en þar er líka mikið viðhald. við höfun næg vatnsföll og ættum því að nýta það.

Valdimar Samúelsson, 22.5.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Græna netið

Græna netið

- félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina
Til að ganga í Græna netið og/eða skrá sig á póstlista sendið póst á
graenanetid@gmail.com
Vinsamlegast smellið á fyrirsögn til að fá upplýsingar um félagið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband